Enski boltinn

United getur færst skrefi nær titlinum í kvöld

Rio Ferdinand gæti komið aftur inn í lið United eftir að hafa misst af leiknum við City um helgina
Rio Ferdinand gæti komið aftur inn í lið United eftir að hafa misst af leiknum við City um helgina Nordic Photos/Getty Images

Manchester United getur tekið stórt skref í áttina að þriðja meistaratitlinum í röð í kvöld með sigri á Wigan í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Rio Ferdinand og Jonny Evans eru spurningamerki fyrir leikinn og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort þeir spila. John O´Shea er tilbúinn að koma inn í liðið ef annar þeirra getur ekki spilað.

Þeir Wayne Rooney, Michael Carrick og Paul Scholes gætu líka komið inn í liðið á ný og þá hefur Gary Neville náð heilsu á ný eftir meiðsli.

Wigan verður án framherjans Amr Zaki sem er meiddur á hné og þá er óvíst hvort markvörðurinn Chris Kirkland getur tekið þátt í leiknum vegna bakmeiðsla.

Manchester United þarf aðeins fjögur stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að hirða titilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×