Enski boltinn

Watford á leið í greiðslustöðvun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Watford.
Úr leik með Watford. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deilarfélagið Watford virðist vera á leið í greiðslustöðvun eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum.

Í gær sögðu þrír stjórnarmenn félagsins af sér og hefur félagið beðið um að viðskiptum verði hætt með hlutabréf félagsins.

Tveir stjórnarmannanna sem hættu í gær eru bræður og eigendur fyrirtækis sem lánuðu Watford tæpar fimm milljónir punda. Þeir hafa nú farið fram á að félagið endurgreiði lánið eigi síðar en fyrir lok vinnudags í dag.

Útlitið er því dökkt fyrir Watford. Heiðar Helguson er hjá félaginu um þessar mundir en hann er á lánssamningi þar frá QPR sem leikur í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×