Enski boltinn

Keane: Ronaldo var ódýr

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/AFP

„Ef félög eru til í að borga þessar upphæðir fyrir leikmenn þá er mér sama. Miðað við aðra leikmenn tel ég 80 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo vera kjarakaup," segir Roy Keane, knattspyrnustjóri Ipswich, spurðir út í risakaup sumarsins í Evrópuboltanum.

„Ronaldo er besti leikmaður heims í dag. Hann er sannkallaður skemmtikraftur og bestu leikmennirnir vekja mesta athygli og auka vinsældirnar," segir Keane.

Þessa stundina er Keane með lærisveina sína í Ipswich í æfingabúðum á Írlandi þar sem þeir undirbúa sig fyrir komandi tímabil í ensku 1. deildinni, Coca Cola deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×