Enski boltinn

Arsenal í undanúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markaskorararnir Robin van Persie og Nick Barmby í kvöld.
Markaskorararnir Robin van Persie og Nick Barmby í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Það verður Arsenal sem mætir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á Hull í fjórðungsúrslitunum í kvöld.

Nick Barmby kom Hull yfir strax á 13. mínútu leiksins er skot hans fór af Johan Djourou, leikmanni Arsenal.

Þannig var staðan lengi vel eða þar til á 74. mínútu er Robin van Persie jafnaði metin.

Varamaðurinn Nicklas Bendtner lék boltanum á Andrei Arshavin sem renndi boltanum út á Van Persie þó svo að hann hafi verið sjálfur í áleitlegu skotfæri.

Sigurmarkið kom svo sex mínútum fyrir leikslok en það var afar umdeilt. Sendingin kom úr aukaspyrnu inn á teiginn þar sem boltinn var skallaður áfram á William Gallas sem skoraði af stuttu færi. Gallas var þó greinilega rangstæður þegar hann fékk sendinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×