Enski boltinn

Gerrard: Ég hef þroskast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Nordic Photos/Getty Images

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist vera ákaflega ánægður með að vandræði hans utan vallar í vetur skuli ekki hafa haft áhrif á frammistöðu hans innan vallar.

Gerrard var kærður fyrir að hafa stofnað til óláta fyrr í vetur en lýsti sig saklausan. Margir óttuðust að málið myndi hafa áhrif á frammistöðu hans á vellinum en því fór víðsfjarri.

„Ég hef þurft að glíma við erfiðar aðstæður í vetur og ef það hefði gerst fyrir fjórum árum síðan þá hefði málið haft áhrif á frammistöðu mína á vellinum. Ég efast ekkert um það," sagði Gerrard.

„Með hækkandi aldri og meiri reynslu þá lærir maður að leggja þessa hluti til hliðar á meðan maður spilar fótbolta. Ég hef lært að glíma við vandamál og halda áfram með mitt líf. Ég er mjög sáttur að vera kominn á þann aldur og hafa náð þeim þroska að láta utanaðkomandi hluti ekki hafa áhrif á mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×