Forráðamenn skoska landsliðsins ósáttir með ummæli Fergusons Ómar Þorgeirsson skrifar 10. ágúst 2009 22:00 Barry Ferguson. Nordic photos/AFP Barry Fergson hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um brottrekstur sinn úr skoska landsliðinu fyrir fjórum mánuðum síðan en hann var þá gripinn glóðvolgur við bjórdrykkju eftir tap gegn Hollandi í 9. riðli undankeppni HM 2010 þar sem Ísland leikur einnig. Ferguson þótti svo sýna litla sem enga iðrum í framhaldinu og gaf til að mynda móðgandi merki í sjónvarpsmyndavélar meðan á næsta leik liðsins í undanriðlinum stóð og fékk í kjölfarið lífstíðarbann hjá skoska knattspyrnusambandinu. Ferguson segir í nýlegu viðtali við skoska fjölmiðla að skoska knattspyrnusambandið sé hlægilegt og kunni ekki að taka á neinum málum. „Ég var búinn að spila 45 landsleiki og vera fyrirliði liðsins svo árum skiptir og eina sem ég fékk var fax þar sem stóð að ég væri kominn í bann fyrir lífstíð með skoska landsliðinu. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Það talaði enginn við mig, hvorki landsliðsþjálfarinn né neinn hjá knattspyrnusambandinu," segir Ferguson. Gordon Smith stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins kveðst ekki ætla að láta draga sig í orðastríð við Ferguson allra síst á þessum tíma þegar stutt er í einn mikilvægasta leik skoska landsliðsins í langan tíma. „Ég vill ekki heyra neitt annað en um leikinn gegn Norðmönnum sem er gríðarlega mikilvægur. Ég veit hins vegar fyrir víst að það er engin tilviljun að Ferguson vilji koma fram núna á þessum tímapunkti. Hann vill bara koma með neikvæðni inn í undirbúning liðsins og það leyfum við ekki," segir Smith. Skotar eru sem stendur í öðru sæti í 9. riðli með 7 stig eftir 5 leiki og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að slíta sig frá Makedónum sem eru í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir 6 leiki. Leikurinn fer fram í Ósló á miðvikudaginn. Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Barry Fergson hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um brottrekstur sinn úr skoska landsliðinu fyrir fjórum mánuðum síðan en hann var þá gripinn glóðvolgur við bjórdrykkju eftir tap gegn Hollandi í 9. riðli undankeppni HM 2010 þar sem Ísland leikur einnig. Ferguson þótti svo sýna litla sem enga iðrum í framhaldinu og gaf til að mynda móðgandi merki í sjónvarpsmyndavélar meðan á næsta leik liðsins í undanriðlinum stóð og fékk í kjölfarið lífstíðarbann hjá skoska knattspyrnusambandinu. Ferguson segir í nýlegu viðtali við skoska fjölmiðla að skoska knattspyrnusambandið sé hlægilegt og kunni ekki að taka á neinum málum. „Ég var búinn að spila 45 landsleiki og vera fyrirliði liðsins svo árum skiptir og eina sem ég fékk var fax þar sem stóð að ég væri kominn í bann fyrir lífstíð með skoska landsliðinu. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Það talaði enginn við mig, hvorki landsliðsþjálfarinn né neinn hjá knattspyrnusambandinu," segir Ferguson. Gordon Smith stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins kveðst ekki ætla að láta draga sig í orðastríð við Ferguson allra síst á þessum tíma þegar stutt er í einn mikilvægasta leik skoska landsliðsins í langan tíma. „Ég vill ekki heyra neitt annað en um leikinn gegn Norðmönnum sem er gríðarlega mikilvægur. Ég veit hins vegar fyrir víst að það er engin tilviljun að Ferguson vilji koma fram núna á þessum tímapunkti. Hann vill bara koma með neikvæðni inn í undirbúning liðsins og það leyfum við ekki," segir Smith. Skotar eru sem stendur í öðru sæti í 9. riðli með 7 stig eftir 5 leiki og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að slíta sig frá Makedónum sem eru í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir 6 leiki. Leikurinn fer fram í Ósló á miðvikudaginn.
Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira