Forráðamenn skoska landsliðsins ósáttir með ummæli Fergusons Ómar Þorgeirsson skrifar 10. ágúst 2009 22:00 Barry Ferguson. Nordic photos/AFP Barry Fergson hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um brottrekstur sinn úr skoska landsliðinu fyrir fjórum mánuðum síðan en hann var þá gripinn glóðvolgur við bjórdrykkju eftir tap gegn Hollandi í 9. riðli undankeppni HM 2010 þar sem Ísland leikur einnig. Ferguson þótti svo sýna litla sem enga iðrum í framhaldinu og gaf til að mynda móðgandi merki í sjónvarpsmyndavélar meðan á næsta leik liðsins í undanriðlinum stóð og fékk í kjölfarið lífstíðarbann hjá skoska knattspyrnusambandinu. Ferguson segir í nýlegu viðtali við skoska fjölmiðla að skoska knattspyrnusambandið sé hlægilegt og kunni ekki að taka á neinum málum. „Ég var búinn að spila 45 landsleiki og vera fyrirliði liðsins svo árum skiptir og eina sem ég fékk var fax þar sem stóð að ég væri kominn í bann fyrir lífstíð með skoska landsliðinu. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Það talaði enginn við mig, hvorki landsliðsþjálfarinn né neinn hjá knattspyrnusambandinu," segir Ferguson. Gordon Smith stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins kveðst ekki ætla að láta draga sig í orðastríð við Ferguson allra síst á þessum tíma þegar stutt er í einn mikilvægasta leik skoska landsliðsins í langan tíma. „Ég vill ekki heyra neitt annað en um leikinn gegn Norðmönnum sem er gríðarlega mikilvægur. Ég veit hins vegar fyrir víst að það er engin tilviljun að Ferguson vilji koma fram núna á þessum tímapunkti. Hann vill bara koma með neikvæðni inn í undirbúning liðsins og það leyfum við ekki," segir Smith. Skotar eru sem stendur í öðru sæti í 9. riðli með 7 stig eftir 5 leiki og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að slíta sig frá Makedónum sem eru í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir 6 leiki. Leikurinn fer fram í Ósló á miðvikudaginn. Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Barry Fergson hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um brottrekstur sinn úr skoska landsliðinu fyrir fjórum mánuðum síðan en hann var þá gripinn glóðvolgur við bjórdrykkju eftir tap gegn Hollandi í 9. riðli undankeppni HM 2010 þar sem Ísland leikur einnig. Ferguson þótti svo sýna litla sem enga iðrum í framhaldinu og gaf til að mynda móðgandi merki í sjónvarpsmyndavélar meðan á næsta leik liðsins í undanriðlinum stóð og fékk í kjölfarið lífstíðarbann hjá skoska knattspyrnusambandinu. Ferguson segir í nýlegu viðtali við skoska fjölmiðla að skoska knattspyrnusambandið sé hlægilegt og kunni ekki að taka á neinum málum. „Ég var búinn að spila 45 landsleiki og vera fyrirliði liðsins svo árum skiptir og eina sem ég fékk var fax þar sem stóð að ég væri kominn í bann fyrir lífstíð með skoska landsliðinu. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Það talaði enginn við mig, hvorki landsliðsþjálfarinn né neinn hjá knattspyrnusambandinu," segir Ferguson. Gordon Smith stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins kveðst ekki ætla að láta draga sig í orðastríð við Ferguson allra síst á þessum tíma þegar stutt er í einn mikilvægasta leik skoska landsliðsins í langan tíma. „Ég vill ekki heyra neitt annað en um leikinn gegn Norðmönnum sem er gríðarlega mikilvægur. Ég veit hins vegar fyrir víst að það er engin tilviljun að Ferguson vilji koma fram núna á þessum tímapunkti. Hann vill bara koma með neikvæðni inn í undirbúning liðsins og það leyfum við ekki," segir Smith. Skotar eru sem stendur í öðru sæti í 9. riðli með 7 stig eftir 5 leiki og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að slíta sig frá Makedónum sem eru í þriðja sæti riðilsins með 7 stig eftir 6 leiki. Leikurinn fer fram í Ósló á miðvikudaginn.
Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira