Enski boltinn

Táningur gerði gæfumuninn í fyrsta leik Ancelotti með Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna hér Daniel Sturridge.
Leikmenn Chelsea fagna hér Daniel Sturridge. Mynd/AFP

19 ára strákur, Daniel Sturridge, var aðalmaðurinn á bak við 2-0 sigur Chelsea á Seattle Sounders FC í æfingaleik í Seattle í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti.

Daniel Sturridge kom til Chelsea frá Manchester City í sumar og þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið. Sturridge skoraði fyrra markið á 12. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Frank Lampard áður en flautað var til hálfleiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×