Enski boltinn

Chelsea ítrekar að Terry fari hvergi

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry, varnarmaður Chelsea.
John Terry, varnarmaður Chelsea. Nordic photos/AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki á leið til Manchester City. Þetta ítrekaði Lundúnafélagið í kvöld en City hefur í sumar gert nokkrar tilraunir til að krækja í leikmanninn.

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að leikmaðurinn sé ekki til sölu sama hvaða upphæð berst í hann. „Hann er á þriggja ára samningi. Hann er búinn að segja okkur að hann vilji vera áfram og við viljum halda honum. Þetta er ekki flókið," sagði Kenyon.

Mark Hughes, stjóri Manchester City, ætlar að bæta við sig varnarmanni fyrir komandi tímabil og var Terry efstur á hans óskalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×