Enski boltinn

Ronaldo: Ég elska að vera hataður

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/Getty images

Portúgalinn Cristiano Ronaldo verður dýrasti leikmaður heims þegar félagsskipti hans frá Manchester United til Real Madrid ganga í gegn en Ronaldo segist ekki hafa áhyggjur af pressunni út af verðmiðanum og segist í raun þrífast best á því þegar aðdáendur andstæðinganna séu að kalla ókvæðaorð að sér.

„Ég elska þegar það er baulað á mig. Ég elska að vera hataður af aðdáendum andstæðinganna, að sjá hatrið í augunum á þeim og heyra fúkyrðin. Það hefur alls ekki neikvæð áhrif á mig. Það kemur fyrir að ég spila ekki vel en það er aldrei út af því að ég hafi verið sleginn út af laginu, en það gerist nú líka sem betur fer sjaldan að ég á ekki góðan dag," segir Ronaldo.

Ronaldo er heldur alls óhræddur að fara í spænska boltann og mæta mönnum eins og Lionel Messi.

„Ég ber mig ekki saman við aðra leikmenn og öfunda þá ekki af neinu. Ég er Ronaldo og ég ætla að vinna fleiri verðlaun en nokkur annar. Ég vill alltaf standa mig vel og gefa aðdáendunum eitthvað fyrir peninginn," segir Ronaldo í samtali við franskt fótboltatímarit.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×