Enski boltinn

Bretland sendir fótboltalið á Ólympíuleikana 2012

Vinnur Wayne Rooney Ólympíugull árið 2012?
Vinnur Wayne Rooney Ólympíugull árið 2012?

Íþróttamálaráðherra Bretlands hefur gefið það út að Bretland mun tefla fram fótboltaliði á Ólympíuleikunum í London 2012 hvort sem að samkomulag náist við Skotland, Wales og Norður-Írland eða ekki. Í versta falli mun liðið vera aðeins skipað enskum leikmönnum.

Íþróttamálaráðherra Bretlands, Gerry Sutcliffe, gaf þetta út á breska þinginu í dag. „Það væri sorglegt ef að við myndum bara senda lið skipað enskum leikmönnum. Það verður hinsvegar raunin ef við getum ekki leyst þetta mál," sagði Sutcliffe.

„Litlu" löndin innan Bretlands, Skotland, Wales og Norður-Írland hafa látið í ljóst áhyggjur sýnar yfir því að sameiginlegt lið munu hafa áhrif á sjálfstæði þeirra innan knattspyrnunnar.

Breski íþróttamálaráðherrann hefur nú fengið það staðfest frá FIFA að þátttaka þessara þjóða muni ekki hafa nein áhrif á þátttöku þeirra í öðrum alþjóðlegum mótum innan FIFA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×