Enski boltinn

Norður-Írar mögulega að missa landsliðsþjálfarann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nigel Worthington.
Nigel Worthington. Nordic Photos / AFP

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur lýst yfir áhuga á að taka sér starf knattspyrnustjóra Sheffield Wednesday sem er í fallbaráttu ensku B-deildarinnar sem stendur.

Brian Laws hætti sem knattspyrnustjóri liðsins í gær en samningur Worthington við knattspyrnusamband Norður-Írlands rennur út í lok ársins.

Worthington hefur átt í viðræðum um að framlengja samning sinn sem þjálfari landsliðsins en nú virðist sem svo að hann hafi meiri áhuga á að fara í ensku B-deildina.

„Ég var hjá Sheffield Wednesday í ellefu ár sem leikmaður og mér þykir afar vænt um félagið. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi að ræða við forráðamenn félagsins myndi ég hlusta á hvað þeir hefðu að segja."

Þeir Darren Ferguson og Steve Cotterill hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Sheffield Wednesday.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×