Enski boltinn

Suður-Kóreumaður í viðræðum við Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lee Chung-yong.
Lee Chung-yong.

Lee Chung-yong, landsliðsmaður frá Suður-Kóreu, er á leið til Englands í viðræður við Bolton Wanderes. Þessi 21. árs leikmaður er sem stendur hjá FC Seoul í heimalandinu.

Hann mun ræða við forráðamenn Bolton um samning og fer síðan í læknisskoðun. „Það er ekkert frágengið í þessum málum en ég er bjartsýnn á að ná samkomulagi," sagði Lee við fjölmiðla.

Talsmaður FC Seoul vilja ekki hindra félagaskipti leikmannsins þó að tímabilið í Asíu sé í fullum gangi. „Það er ósk leikmannsins að fara til Englands og við stöndum ekki í vegi fyrir honum enda á hann bjarta framtíð," sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×