Enski boltinn

Douglas Costa eftirsóttur - Man Utd áhugasamt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Douglas Costa, leikmaður Gremio.
Douglas Costa, leikmaður Gremio.

Manchester United er meðal liða sem hefur áhuga á brasilíska U21 landsliðsmanninum Douglas Costa. Chelsea hefur einnig áhuga ásamt spænsku liðunum Real Madrid og Villareal.

United er reiðubúið að borga átta milljónir punda fyrir þennan 18 ára leikmann með ákvæðum um að sú upphæð hækki miðað við frammistöðu hans. Costa er samningsbundinn Gremio í heimalandinu.

Samkvæmt Guardian þá setti Gremio fyrst 21 milljóna punda verðmiða á Costa en Englandsmeistararnir telja þá upphæð ekki raunhæfa. Leikmanninum hefur verið lýst sem hinum nýja Ronaldinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×