Enski boltinn

Kári Árnason búinn að semja við Plymouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kári Árnason náði að heilla þjálfara Plymouth og verður í ensku Coca-Cola deildinni á komandi leiktíð.
Kári Árnason náði að heilla þjálfara Plymouth og verður í ensku Coca-Cola deildinni á komandi leiktíð.

Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur skrifað undir eins árs samning við enska B-deildarliðið Plymouth. Kári var til reynslu hjá liðinu á dögunum og heillaði þjálfara liðsins.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að spila á Englandi. Umboðsmaður minn vissi af því og hann heyrði af því að Plymouth ætlaði að skoða lausa leikmenn," sagði Kári í viðtali á heimasíðu Plymouth. Hann hafði fengið sig lausan allra mála hjá AGF í Danmörku.

Kári hefur einnig leikið með Djurgarden í Svíþjóð en hér á landi lék hann með Víkingi Reykjavík. Hann á fimmtán A-landsleiki að baki fyrir Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×