Enski boltinn

Michael Owen: Ég get bjargað Newcastle frá falli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen, framherji Newcastle.
Michael Owen, framherji Newcastle. Mynd/GettyImages

Michael Owen hefur fulla trú á því að hann geti bjargað Newcastle frá falli úr ensku úrvalsdeildinni en aðeins ef hann fái rétta þjónustu í framlínu liðsins.

Owen hefur verið ískaldur upp við markið síðustu vikurnar en hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórtán leikjum. Það sama má segja um aðra sóknarmenn Newcastle en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Alan Shearer.

„Ég veit alveg vel hvað ég get inn á vellinum og hvert mitt hlutverk er. Ég mun skora mörk ef ég fær færin til þess. Ég hef verið lengi í boltanum og þetta ættu allir að vita. Ég get bjargað Newcastle frá falli," sagði Michael Owen.

Michael Owen skoraði síðast í janúar en hann hefur engu að síður náð að skora 10 mörk á þessu tímabili.

„Ég skil alveg gagnrýnina sem við höfum fengið fyrir að vera í fallsæti en það er líka ljóst að við erum miklu betra lið en við höfum verið að sýna," sagði Michael Owen.

„Við verðum að vera hugrakkir og jákvæðir," sagði Owen að lokum og leggur áherslu á að mikilvægustu leikir Newcastle-liðsins séu næstu heimaleikir á móti Middlesbrough og Fulham.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×