Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. ágúst 2009 14:30 Marvin að kjassa hundinn sinn, Mjölni. „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess. Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess.
Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30