Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“ Valur Grettisson skrifar 26. maí 2009 14:47 „Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000. Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000.
Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51