Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“ Valur Grettisson skrifar 26. maí 2009 14:47 „Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000. Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesi sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úrsmíðaverkstæði hans í gærkvöldi. Þegar ræningjarnir urðu úrsmiðsins varir yfirbuguðu þeir hann. Þeir límdu á honum hendur og fætur og fóru svo ránshendi um úrsmíðaverkstæðið sem er á heimili hans. „Ég er bara heppinn að lifa þetta af," segir úrsmiðurinn sem er enn dálítið brugðið. Hann segir að árásarmennirnir hafi hótað honum öllu illu. Þar á meðal að sprauta piparúða í augun hans. „Það var nú eiginlega frekar kjánalegt. Þeir hefðu bara geta beðið mig um að setjast niður og ég hefði hlýtt þeim," segir úrsmiðurinn sem er á áttræðisaldri. Hann bætir svo við að það hafi verið lán í óláni að þjófurinn hafi ekki verið kraftajötunn, þá hefði hugsanlega farið verr. Hann telur að ræningjunum hafi brugðið þegar þeir urðu hans varir og þess vegna hafi þeir slegið hann og bundið. Úrsmiðurinn mátti síðan sitja og bíða í tíu mínútur á meðan ræningjarnir fóru ránshendi um verkstæðið. Meðal þess sem þeir tóku voru 60 armbandsúr, þar af voru tvö ný úr. Síðan tóku þeir um það bil 70 til 90 armbandskeðjur og fjóra gullhringi fyrir karlmenn. „Það var mjög óþægilegt að lenda í þessu. Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," segir úrsmiðurinn sem náði að losa sig sjálfan með herkjum og kalla á aðstoð lögreglunnar. Á Seltjarnarnesinu er öflug öryggisgæsla á vegum bæjarins. Bíll frá öryggisþjónustunni var fyrir utan verkstæðið aðeins tuttugu mínútum áður en ræningjarnir brutust inn. Úrsmiðinum hefur þegar verið boðin áfallahjálp. Honum er brugðið en ætlar ekki að láta ræningjana slá sig út af laginu. Spurður hvort hann fari að vinna eitthvað í dag svarar hann: „Ég ætlaði nú að slá garðinn í dag. En ætli ég bíði ekki með það þangað til á morgun." Lögreglan leitar mannanna sem brutust inn og sviptu úrsmiðinn frelsinu. Úrsmiðurinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund. Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó. Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu. Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það. Ránið átti sér stað klukkan tíu mínútur í átta í gærkvöldi og var ránið framið við Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000.
Tengdar fréttir Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur. 26. maí 2009 13:51