Fótbolti

Eggert lék allan leikinn í sigri Hearts

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eggert er að standa sig vel með Hearts.
Eggert er að standa sig vel með Hearts. Nordic Photos/Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Hearts sem vann góðan 0-1 útisigur á Dundee Utd.

Michael Stewart skoraði sigurmark Hearts á 62. mínútu.

Hearts í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 45 stig eða fimm stigum meira en Dundee Utd.

Það er samt langt í toppliðin tvö, Rangers og Celtic, sem eru jöfn á toppnum með 60 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×