Enski boltinn

Owen: Ég þoli alveg pressuna hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen í sínum fyrsta leik með Manchester United.
Michael Owen í sínum fyrsta leik með Manchester United. Mynd/AFP

Michael Owen vonast til þess að fylla í skarð í sóknarleik Manchester United sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig. Owen byrjaði vel með því að skora sigurmarkið í sínum fyrsta leik - æfingaleik á móti úrvalsliðið frá Malasíu í gær. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum fyrir United.

„Þetta er frábært tækifæri til þess að sýna hvað ég get á nýjan leik. Ég ætla að sýna að ég get staðist pressuna og allar væntingarnar. Ég hef alltaf gert það áður á mínum ferli og stjórarnir mínir geta borið vitni um það," sagði Owen í viðtali við Sun.

„Sjöan kemur með sína pressu því í henni hafa margir frábærir leikmenn spilað en ég ætla að sjá til þess að hún standi undir nafni. Stjórinn bað mig um að spila í henni, talaði um að hann þyrfti leikmann með breiðar axlir til þess að spila í henni og mér fannst ég ráða við það. Ég sagði já án þess að hika," sagði Owen.

„Ronaldo skilaði mörgum mörkum til United-liðsins en ég er staðráðinn í að fylla það skarð," sagði Owen að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×