Enski boltinn

Fulham reynir við Morientes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Morientes í leik með spænska landsliðinu gegn Íslandi.
Morientes í leik með spænska landsliðinu gegn Íslandi. Nordic Photos/Getty Images

Breska blaðið The Independent greinir frá því í dag að Fulham reyni þessa dagana að lokka spænska framherjann Fernando Morientes til félagsins.

Þessi 33 ára framherji er samningslaus og fæst án greiðslu þar sem hann er laus frá Valencia.

Hann hefur einnig verið orðaður við franska liðið Lyon en forseti félagsins segir hann þó vera of gamlan fyrir sitt lið.

Morientes hefur gert það gott víða og skoraði 27 mörk í 47 leikjum fyrir Valencia. Hann skoraði einnig 28 mörk í 66 leikjum með Real Zaragoza.

Hjá Real Madrid skoraði hann 72 mörk í 182 leikjum og 10 mörk skoraði hann fyrir Monaco í 28 leikjum.

Þegar hann var hjá Liverpool gekk aftur á móti ekki eins vel enda skoraði hann aðeins 8 mörk þar í 41 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×