Enski boltinn

Forréttindi að vera undir pressu

AFP

Franski bakvörðurinn Patrice Evra hjá Manchester United fagnar því að spila hvern einasta leik undir pressu í lok leiktíðar.

Manchester United getur sett aðra höndina á enska meistaratitilinn með sigri á Wigan í kvöld og Evra er svo sannarlega til í slaginn.

"Það er gaman að spila þessa leiki sem ráða úrslitum í titilslagnum. Sir Alex Ferguson talar alltaf um það fyrir leiki að það sé mikilvægt að njóta þess að spila þessa leiki. Það séu forréttindi að fá að spila fyrir svona stórt félag og eiga möguleika á að komast í sögubækurnar. Því fylgir vissulega pressa, en þetta er pressa sem ég hef gaman af að eiga við," sagði Frakkinn í samtali við Manchester Evening News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×