Fótbolti

Danir unnu Ísland 3-2 í vináttuleik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson.
Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Dönum í vináttulandsleik ytra í dag. Leiknum lauk með 3-2 sigri Dana en Bjarni Þór Viðarsson og Skúli Jón Friðgeirsson skoruðu mörk Íslands.

Danir komust í 2-0, fyrst með skoti af löngu færi og síðan eftir að skot fór í varnarmann og inn. Rúrik Gíslason nældi í vítaspyrnu sem Bjarni skoraði úr á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Skúli Jón jafnaði metin í 2-2 eftir horn en Danir tryggðu sér sigurinn með marki eftir vandræðagang í vörn Íslands.

Þetta var fyrsti leikurinn undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar eftir að hann tók að nýju við stjórntaumum liðsins.

Byrjunarlið Íslands (4-5-1):

Markvörður: Þórður Ingason

Hægri bakvörður: Andrés Már Jóhannesson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Hægri kantur: Birkir Bjarnason

Vinstri kantur: Björn Daníel Sverrisson

Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, Guðmundur Kristjánsson og Guðlaugur Victor Pálsson.

Framherji: Rúrik Gíslason, fyrirliði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×