Enski boltinn

Styttist í Bullard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Fulham.
Jimmy Bullard í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Jimmy Bullard stefnir að því að spila með Hull gegn sínu gamla félagi, Fulham, þegar liðin mætast eftir tvær vikur.

Bullard hefur átt í miklum vandræðum vegna hnémeiðsla undanfarin þrjú ár og hann hefur verið frá síðustu níu mánuði.

„Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur af stað og fá að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera," sagði Bullard í samtali við enska fjölmiðla. „Ég hef lagt mikið á mig síðustu níu mánuðina."

„Mér hefur aldrei liðið betur í hnénu. Læknirinn minn sagði að það liti mjög vel út og að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur."

Það var bandaríski læknirinn Richard Steadman sem framkvæmdi síðustu aðgerðina á Bullard en hann þykir með þeim færustu í heimi og hafa margir heimsþekktir knattspyrnumenn leitað til hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×