Enski boltinn

Bednar sagður hafa keypt eiturlyf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roman Bednar.
Roman Bednar. Nordic Photos/Getty Images

WBA hefur sett leikmann sinn, Roman Bednar, í bann á meðan félagið rannsakar hvort frétt News of the World í dag um að hann hafi keypt eiturlyf sé sönn.

Í fréttinni er sagt að Bednar hafi verslað við sölumenn dauðans eftir leikinn gegn Wigan um síðustu helgi.

Það er svo sem ekki mikill missir af Bednar þessa dagana enda hefur hann ekki tekið þátt í síðustu fimm leikjum liðsins. Hann hefur þó komist á bekkinn í síðustu tveim leikjum en ekki fengið að spila.

Bednar kom frá Hearts árið 2007. Hann er 26 ára gamall og hefur skorað 23 mörk í 65 leikjum fyrir WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×