Enski boltinn

Defoe myndaður úti á lífinu í morgun

Nordic Photos/Getty Images

Harry Redknapp stjóri Tottenham setti allt lið sitt í áfengisbann í kjölfar þess að Ledley King var handtekinn fyrir óspektir um helgina.

Ef marka má frétt breska blaðsins Sun í dag hefur framherjinn Jermain Defoe ekki fengið skilaboð um skemmtanabannið, því blaðið náði myndum af honum á leið heim af djamminu skömmu fyrir fjögur í morgun.

Defoe var þá að koma út af næturklúbbi í Lundúnum eftir að hafa byrjað kvöldið í teiti sem haldið var eftir keppnina um ungfrú England.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×