Enski boltinn

Sonur minn er enginn kvennabósi

Dolores Aveiro vill ekki heyra á það minnst að sonur hennar sé flagari
Dolores Aveiro vill ekki heyra á það minnst að sonur hennar sé flagari AFP

Dolores Aveiro, móðir Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, vísar því alfarið á bug að sonur hennar sé kvennabósi eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum á Englandi.

Ronaldo hefur verið kallaður kvennabósi og því hefur verið haldið fram að hann hafi sængað hjá yfir hundrað konum. Móðir Portúgalans blæs á þessar sögusagnir.

"Sonur minn hefur bara kynnt mig fyrir tveimur stúlkum - Marche Romero og Neireida Gallardo. Ef ég trúði öllu sem fólk segir, mundi ég halda að hann væri kvennabósi. En ég veit að það er ekki satt. Þegar hann verður hrifinn af stúlku og sambandið er alvarlegt, kynnir hann hana fyrir fjölskyldunni," sagði móðirin í samtali við Daily Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×