Fótbolti

Nígerískur þjálfari: Maradona er enginn þjálfari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gideon Njoku, fyrrum þjálfari nígeríska liðsins Lagos, gerir grín að Diego Maradona, þjálfara argentínska landsliðsins. Njoku hefur ekki mikið álit á argentínsku goðsögninni.

Argentína og Nígería eru saman í riðli á HM og Njoku hefur ekki miklar áhyggjur af þeim leik þar sem hann segir Maradona vera vanhæfan þjálfara.

„Það eru margir hræddir við þennan leik en ég er ekki einn af þeim. Ég er fullviss um að við vinnum Argentínu því liðið er ekki með neinn þjálfara. Það er bara fyrrverandi stjarna á bekknum," sagði hinn lítt þekkti Njoku sem óttast Suður-Kóreu meira en Argentínu á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×