Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2009 22:24 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira