Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2009 22:24 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira