Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2009 22:24 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira