Liverpool gengur betur án Torres 4. mars 2009 16:59 AFP Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur sagt að meiðsli framherjans Fernando Torres séu ein helsta ástæða þess að liðinu hefur ekki gengið nógu vel í deildinni í vetur. "Kannski væri staða okkar í deildinni önnur ef Torres hefði ekki verið meiddur," sagði Benitez í viðtali nýlega. Spænski framherjinn hefur vissulega verið svipur hjá sjón í vetur vegna meiðsla, ekki síst ef miðað er við form hans á síðustu leiktíð, en hefur Liverpool verið betra lið með Torres innanborðs á þessari leiktíð? Blaðamenn Daily Mail ákváðu að reyna að svara þessari spurningu og fóru djúpt ofan í kjölinn á leikjum liðsins með og án Torres. Þar kemur í ljós að Liverpool gengur í raun örlítið betur án spænska framherjans, en munurinn er í raun afar lítill. Liverpool hefur fengið 31 af 55 stigum sínum í leikjum þar sem Torres hefur spilað en hefur samt náð í 24 stig í þeim 12 leikjum sem Spánverjinn hefur misst af vegna meiðsla. Torres kom ekki við sögu í tveimur tapleikjum Liverpool, gegn Tottenham og Middlesbrough, en hefur verið í liðinu í sjö af tíu jafnteflisleikjum liðsins. Þar tapar Liverpool fjórtán stigum. Torres hefur misst af sjö af fimmtán sigrum Liverpool í úrvalsdeildinni og þegar þessar staðreyndir eru hnýttar saman kemur í ljós að árangur Liverpool með og án Torres er mjög svipaður. Liverpool hefur fengið 2,0667 stig að meðaltali í leik þar sem Torres spilar og 2,0769 stig í leikjum sem hann spilar ekki. Þessi tölfræði væri eflaust eitthvað öðruvísi ef Torres hefði verið heill í allan vetur, en gefur þó strangt til tekið mynd af því hvernig liðinu hefur vegnað með og án kappans - meiddum eða ómeiddum. Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur sagt að meiðsli framherjans Fernando Torres séu ein helsta ástæða þess að liðinu hefur ekki gengið nógu vel í deildinni í vetur. "Kannski væri staða okkar í deildinni önnur ef Torres hefði ekki verið meiddur," sagði Benitez í viðtali nýlega. Spænski framherjinn hefur vissulega verið svipur hjá sjón í vetur vegna meiðsla, ekki síst ef miðað er við form hans á síðustu leiktíð, en hefur Liverpool verið betra lið með Torres innanborðs á þessari leiktíð? Blaðamenn Daily Mail ákváðu að reyna að svara þessari spurningu og fóru djúpt ofan í kjölinn á leikjum liðsins með og án Torres. Þar kemur í ljós að Liverpool gengur í raun örlítið betur án spænska framherjans, en munurinn er í raun afar lítill. Liverpool hefur fengið 31 af 55 stigum sínum í leikjum þar sem Torres hefur spilað en hefur samt náð í 24 stig í þeim 12 leikjum sem Spánverjinn hefur misst af vegna meiðsla. Torres kom ekki við sögu í tveimur tapleikjum Liverpool, gegn Tottenham og Middlesbrough, en hefur verið í liðinu í sjö af tíu jafnteflisleikjum liðsins. Þar tapar Liverpool fjórtán stigum. Torres hefur misst af sjö af fimmtán sigrum Liverpool í úrvalsdeildinni og þegar þessar staðreyndir eru hnýttar saman kemur í ljós að árangur Liverpool með og án Torres er mjög svipaður. Liverpool hefur fengið 2,0667 stig að meðaltali í leik þar sem Torres spilar og 2,0769 stig í leikjum sem hann spilar ekki. Þessi tölfræði væri eflaust eitthvað öðruvísi ef Torres hefði verið heill í allan vetur, en gefur þó strangt til tekið mynd af því hvernig liðinu hefur vegnað með og án kappans - meiddum eða ómeiddum.
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira