Fótbolti

Stabæk vill Veigar aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Nancy.
Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Nancy. Nordic Photos / AFP
Forráðamenn Stabæk hafa staðfest í samtali við norska fjölmiðla að þeir vilja fá Veigar Pál Gunnarsson aftur í sínar raðir.

Veigar Páll gekk í raðir franska úrvalsdeildarfélagsins Nancy í janúar síðastliðnum en hefur lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu.

„Ef það er möguleiki á því að fá Veigar aftur viljum við láta reyna á það," sagði Ingebrigt Steen Jensen, forseti félagsins, í samtali við Verdens Gang.

En það fer eftir því hvort að Nancy sé reiðubúið að lækka söluverðið á Veigari sem hefur sjálfur lýst því yfir að hann vilji fara frá félaginu.

„Ég vil gjarnan koma heim til Stabæk. Ef ég fæ ekki meira að spila í haust með Nancy vil ég að ég verði seldur frá félaginu," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×