Enski boltinn

Mikilvægt stig hjá Crewe

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Sigurðsson spilaði 90 mínútur með Crewe í kvöld.
Gylfi Sigurðsson spilaði 90 mínútur með Crewe í kvöld. Mynd/Stefán

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar halda áfram að standa sig í ensku C-deildinni. Þeir nældu í mikilvægt stig á útivelli í kvöld með því að gera 1-1 jafntefli við Walsall á útivelli.

Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Crewe og spilaði allan leikinn. Það var Steven Schumacher sem tryggði Crewe stigið með marki í uppbótartíma.

Crewe í 19. sæti og þremur stigum frá fallsæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×