Þýskaland lék í gær vináttulandsleik við Suður-Afríku og bar sigur úr býtum, 2-0.
Suður-Afríkumenn eru nú að undirbúa sig að kappi fyrir HM næsta sumar en þeir verða gestgjafar á mótinu eins og kunnugt er.
Næst mæta þeir Írlandi á miðvikudaginn en því næst Íslandi á Laugardalsvelli, þann 13. október.
Mario Gomez og Mesut Özil skoruðu mörk Þjóðverja í gær en þrátt fyrir tapið sagðist þjálfari Suður-Afríku, Joel Santana, ánægður með leik sinna manna.
„Þetta var góður leikur fyrir okkur. Við lékum vel og ég er ánægður með frammistöðu leikmanna. Við lékum við eitt besta lið heims og fengum í staðinn einmitt það sem við þurftum - reynslu á því sviði."
Þýskaland vann Suður-Afríku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn




Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn
