Enski boltinn

Jafntefli hjá Crewe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, leikmaður Crewe.
Guðjón Þórðarson, leikmaður Crewe. Nordic Photos / Getty Images

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn er Crewe gerði 1-1 jafntefli við Bristol Rovers á heimavelli í ensku C-deildinni í kvöld.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe eru því með 42 stig í átjánda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæði. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum síðan í janúar.

Jeff Hughes, leikmaður Bristol, átti skot í slá snemma í leiknum en skömmu síðar skoraði Crewe mark í leiknum sem var dæmt af.

Crewe náði svo forystunni í leiknum á 70. mínútu er Dennis Lawrence fylgdi eftir skalla Clayton Donaldson sem hafnaði í slánni.

En aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Darryl Duffy jöfnunarmark Bristol eftir að hann hafði fylgt eftir skoti Joe Kuffour sem fór í stöng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×