Enski boltinn

Ensku liðin hafa enn áhuga á Kanoute

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Fredi Kanoute hjá spænska liðinu Sevilla segir að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni séu enn að sýna sér áhuga.

Kanoute lék með West Ham í þrjú ár frá aldamótunum og var svo í tvö ár hjá Tottenham. Þaðan fór hann til Sevilla þar sem hann hefur gert gott mót síðan. Hann hefur skorað 12 mörk í deildinni í vetur og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum.

"Umboðsmaðurinn minn er alltaf að fá símtöl frá Englandi en ég er enn samningsbundinn Sevilla. Ég er með gott orðspor á Englandi og það er gott að fólk man enn eftir mér. Ég á eftir að setjast niður með Sevilla-mönnum og ræða framtíðina en ég er í góðu standi og vonast til að halda áfram í nokkur ár," sagði Mali-maðurinn í samtali við tímaritið 4-4-2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×