Svörtuloft keyrð út til lesanda á sunnudagsmorgun 27. október 2009 05:00 Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloft, verður keyrð út til þeirra sem tryggja sér bókina í forsölu. Hún hefst í vikunni.Fréttablaðið/Valli „Mér líst alveg ágætlega á þetta framtak og kalla þetta nú góða þjónustu," segir Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Nýjasta bók hans, Svörtuloft, kemur út, samkvæmt öllum hefðum og reglum, þann 1.nóvember. Sá dagur ber hins vegar upp á sunnudegi sem er ekki alveg besti dagurinn til bókakaupa og því hefur starfsfólk Eymundsson ákveðið að keyra bókina út til þeirra sem tryggja sér eintak í forsölu. Arnaldur kveðst ekki viss um hvort hann myndi nýta sér svona ókeypis heimsendingu á bók eftirlætishöfundar síns ef hún væri í boði. „Það má samt alveg vel vera." Ingþór Ásgeirsson hjá Eymundsson segir þetta hafa verið gert einu sinni áður og þá með Harry Potter. „Þetta er hins vegar nýtt með íslenska bók og starfsfólkið er ákaflega spennt fyrir þessu framtaki," útskýrir Ingþór og bætir því við að heppnir aðdáendur Arnaldar fái rjúkandi morgunkaffi með. „Örugglega eru margir sem bíða spenntir eftir Svörtuloftum því bækur Arnaldar eru eiginlegar hættar að vera bara jólagjöf, fólk kaupir sér þær fyrir sjálft sig, það getur ekki beðið til jóla." Ingþór er hvergi banginn við þann fjölda sem hugsanlega mun nýta sér þjónustuna, segist vera með ökumenn á bakvakt sem geti auðveldlega komið til bjargar ef fjöldin verður gríðarlegur. Hann tekur jafnframt fram að þessi heimsending verður í boði fyrir þá staði úti á landi þar sem Eymundsson er með verslun. En þá aftur að Arnaldi. Samkvæmt síðustu tölum frá réttindaskrifstofu Forlagsins er hann nú að verða búinn að selja sex milljónir eintaka á heimsvísu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að fimm milljónir eintaka væru seldar og því er þetta um ein milljón eintaka á einu ári sem Arnaldur hefur selt. „Þetta er býsna flott, salan fer mest vaxandi á Spáni og í Frakklandi en þeir síðastnefndu hafa verið mjög áhugasamir um verk mín, það hefur eiginlega komið mér mest á óvart." Arnaldur hefur einnig fengið frábæra dóma á Bretlandi að undanförnu en höfundurinn telur þann markað vera mun erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. „Þeir þýða sáralítið og það er mjög erfitt að ná einhverjum árangri þar í sölu. Þeir láta sér yfirleitt nægja að gefa út enskumælandi höfunda en dropinn holar steininn, vonandi, bækurnar hafa fengið góðar viðtökur og unnið til verðlauna." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Mér líst alveg ágætlega á þetta framtak og kalla þetta nú góða þjónustu," segir Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Nýjasta bók hans, Svörtuloft, kemur út, samkvæmt öllum hefðum og reglum, þann 1.nóvember. Sá dagur ber hins vegar upp á sunnudegi sem er ekki alveg besti dagurinn til bókakaupa og því hefur starfsfólk Eymundsson ákveðið að keyra bókina út til þeirra sem tryggja sér eintak í forsölu. Arnaldur kveðst ekki viss um hvort hann myndi nýta sér svona ókeypis heimsendingu á bók eftirlætishöfundar síns ef hún væri í boði. „Það má samt alveg vel vera." Ingþór Ásgeirsson hjá Eymundsson segir þetta hafa verið gert einu sinni áður og þá með Harry Potter. „Þetta er hins vegar nýtt með íslenska bók og starfsfólkið er ákaflega spennt fyrir þessu framtaki," útskýrir Ingþór og bætir því við að heppnir aðdáendur Arnaldar fái rjúkandi morgunkaffi með. „Örugglega eru margir sem bíða spenntir eftir Svörtuloftum því bækur Arnaldar eru eiginlegar hættar að vera bara jólagjöf, fólk kaupir sér þær fyrir sjálft sig, það getur ekki beðið til jóla." Ingþór er hvergi banginn við þann fjölda sem hugsanlega mun nýta sér þjónustuna, segist vera með ökumenn á bakvakt sem geti auðveldlega komið til bjargar ef fjöldin verður gríðarlegur. Hann tekur jafnframt fram að þessi heimsending verður í boði fyrir þá staði úti á landi þar sem Eymundsson er með verslun. En þá aftur að Arnaldi. Samkvæmt síðustu tölum frá réttindaskrifstofu Forlagsins er hann nú að verða búinn að selja sex milljónir eintaka á heimsvísu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að fimm milljónir eintaka væru seldar og því er þetta um ein milljón eintaka á einu ári sem Arnaldur hefur selt. „Þetta er býsna flott, salan fer mest vaxandi á Spáni og í Frakklandi en þeir síðastnefndu hafa verið mjög áhugasamir um verk mín, það hefur eiginlega komið mér mest á óvart." Arnaldur hefur einnig fengið frábæra dóma á Bretlandi að undanförnu en höfundurinn telur þann markað vera mun erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. „Þeir þýða sáralítið og það er mjög erfitt að ná einhverjum árangri þar í sölu. Þeir láta sér yfirleitt nægja að gefa út enskumælandi höfunda en dropinn holar steininn, vonandi, bækurnar hafa fengið góðar viðtökur og unnið til verðlauna." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira