Svörtuloft keyrð út til lesanda á sunnudagsmorgun 27. október 2009 05:00 Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloft, verður keyrð út til þeirra sem tryggja sér bókina í forsölu. Hún hefst í vikunni.Fréttablaðið/Valli „Mér líst alveg ágætlega á þetta framtak og kalla þetta nú góða þjónustu," segir Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Nýjasta bók hans, Svörtuloft, kemur út, samkvæmt öllum hefðum og reglum, þann 1.nóvember. Sá dagur ber hins vegar upp á sunnudegi sem er ekki alveg besti dagurinn til bókakaupa og því hefur starfsfólk Eymundsson ákveðið að keyra bókina út til þeirra sem tryggja sér eintak í forsölu. Arnaldur kveðst ekki viss um hvort hann myndi nýta sér svona ókeypis heimsendingu á bók eftirlætishöfundar síns ef hún væri í boði. „Það má samt alveg vel vera." Ingþór Ásgeirsson hjá Eymundsson segir þetta hafa verið gert einu sinni áður og þá með Harry Potter. „Þetta er hins vegar nýtt með íslenska bók og starfsfólkið er ákaflega spennt fyrir þessu framtaki," útskýrir Ingþór og bætir því við að heppnir aðdáendur Arnaldar fái rjúkandi morgunkaffi með. „Örugglega eru margir sem bíða spenntir eftir Svörtuloftum því bækur Arnaldar eru eiginlegar hættar að vera bara jólagjöf, fólk kaupir sér þær fyrir sjálft sig, það getur ekki beðið til jóla." Ingþór er hvergi banginn við þann fjölda sem hugsanlega mun nýta sér þjónustuna, segist vera með ökumenn á bakvakt sem geti auðveldlega komið til bjargar ef fjöldin verður gríðarlegur. Hann tekur jafnframt fram að þessi heimsending verður í boði fyrir þá staði úti á landi þar sem Eymundsson er með verslun. En þá aftur að Arnaldi. Samkvæmt síðustu tölum frá réttindaskrifstofu Forlagsins er hann nú að verða búinn að selja sex milljónir eintaka á heimsvísu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að fimm milljónir eintaka væru seldar og því er þetta um ein milljón eintaka á einu ári sem Arnaldur hefur selt. „Þetta er býsna flott, salan fer mest vaxandi á Spáni og í Frakklandi en þeir síðastnefndu hafa verið mjög áhugasamir um verk mín, það hefur eiginlega komið mér mest á óvart." Arnaldur hefur einnig fengið frábæra dóma á Bretlandi að undanförnu en höfundurinn telur þann markað vera mun erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. „Þeir þýða sáralítið og það er mjög erfitt að ná einhverjum árangri þar í sölu. Þeir láta sér yfirleitt nægja að gefa út enskumælandi höfunda en dropinn holar steininn, vonandi, bækurnar hafa fengið góðar viðtökur og unnið til verðlauna." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
„Mér líst alveg ágætlega á þetta framtak og kalla þetta nú góða þjónustu," segir Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Nýjasta bók hans, Svörtuloft, kemur út, samkvæmt öllum hefðum og reglum, þann 1.nóvember. Sá dagur ber hins vegar upp á sunnudegi sem er ekki alveg besti dagurinn til bókakaupa og því hefur starfsfólk Eymundsson ákveðið að keyra bókina út til þeirra sem tryggja sér eintak í forsölu. Arnaldur kveðst ekki viss um hvort hann myndi nýta sér svona ókeypis heimsendingu á bók eftirlætishöfundar síns ef hún væri í boði. „Það má samt alveg vel vera." Ingþór Ásgeirsson hjá Eymundsson segir þetta hafa verið gert einu sinni áður og þá með Harry Potter. „Þetta er hins vegar nýtt með íslenska bók og starfsfólkið er ákaflega spennt fyrir þessu framtaki," útskýrir Ingþór og bætir því við að heppnir aðdáendur Arnaldar fái rjúkandi morgunkaffi með. „Örugglega eru margir sem bíða spenntir eftir Svörtuloftum því bækur Arnaldar eru eiginlegar hættar að vera bara jólagjöf, fólk kaupir sér þær fyrir sjálft sig, það getur ekki beðið til jóla." Ingþór er hvergi banginn við þann fjölda sem hugsanlega mun nýta sér þjónustuna, segist vera með ökumenn á bakvakt sem geti auðveldlega komið til bjargar ef fjöldin verður gríðarlegur. Hann tekur jafnframt fram að þessi heimsending verður í boði fyrir þá staði úti á landi þar sem Eymundsson er með verslun. En þá aftur að Arnaldi. Samkvæmt síðustu tölum frá réttindaskrifstofu Forlagsins er hann nú að verða búinn að selja sex milljónir eintaka á heimsvísu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að fimm milljónir eintaka væru seldar og því er þetta um ein milljón eintaka á einu ári sem Arnaldur hefur selt. „Þetta er býsna flott, salan fer mest vaxandi á Spáni og í Frakklandi en þeir síðastnefndu hafa verið mjög áhugasamir um verk mín, það hefur eiginlega komið mér mest á óvart." Arnaldur hefur einnig fengið frábæra dóma á Bretlandi að undanförnu en höfundurinn telur þann markað vera mun erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. „Þeir þýða sáralítið og það er mjög erfitt að ná einhverjum árangri þar í sölu. Þeir láta sér yfirleitt nægja að gefa út enskumælandi höfunda en dropinn holar steininn, vonandi, bækurnar hafa fengið góðar viðtökur og unnið til verðlauna." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira