Enski boltinn

McAllister tekur undir með Zidane - Gerrard er bestur

Torres og Gerrard eru heimsklassaleikmenn að mati McAllister
Torres og Gerrard eru heimsklassaleikmenn að mati McAllister NordicPhotos/GettyImages

Skotinn Gary McAllister sem lék með Liverpool í byrjun áratugarins tekur undir orð Zinedine Zidane sem um daginn kallaði Steven Gerrard besta leikmann í heimi.

McAllister lék 57 landsleiki fyrir Skota á ferlinum og var í tvö ár hjá Liverpool þar sem hann var lykilmaður í liðinu sem vann þrjá bikartitla árið 2001. Hann segist ekki geta verið ósammála því sem Zidane sagði um Gerrard um daginn.

"Menn eins og Leo Messi hjá Barcelona dáleiða alla með hæfileikum sínum en Steven er öðruvísi leikmaður. Ég held að sé ekki til leikmaður sem hefur jafnmikil áhrif á lið sitt og hann. Hann hefur verið stórkostlegur undanfarið og ég las það sem Zidane sagði. Ég get ekki verið ósammála því," sagði McAllister.

"Gerrard getur enn bætt sig því hann á enn nokkuð í þrítugsafmælið. Hann er svo hungraður að hann heldur áfram að bæta sig og um leið allt liðið í kring um sig. Ég er líka á því að koma Fernando Torres til Liverpool hafi lyft Gerrard á enn hærra plan. Samvinna þeirra hefur verið til staðar frá fyrsta degi og það skín af þeim hvað þeir ná vel saman. Hugtakið heimsklassa leikmaður er ofnotað í dag, en þessir tveir eru það svo sannarlega," sagði McAllister.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×