Fótbolti

Tevez ekki með Argentínu á móti Paragvæ - meiddur á hné

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez er meiddur á hné.
Carlos Tevez er meiddur á hné. Mynd/AFP

Carlos Tevez verður ekki með Argentínumönnum á móti Paragvæ í undankeppni HM á miðvikudaginn þar sem hann er meiddur á hné. Argentínumenn verða helst að vinna til að halda lífi í möguleikum sínum á að komast í úrslitakeppnina.

Tevez meiddist í 1-3 tapi fyrir Brasilíu á laugardaginn en ekki er vitað hvort að Tevez muni missa af einhverjum leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Argentínumenn eru að berjast fyrir því að halda sér í hópi fjögurra efstu liðanna sem komast beint á HM í Suður-Afríku næsta sumar en liðið í fimmta sæti þarf að spila umspilsleik á móti liði frá Norður og Mið-Ameríku.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×