Enski boltinn

Steve Coppell sagði af sér hjá Reading

Nordic Photos/Getty Images

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading á Englandi, sagði starfi sínu lausu í gærkvöld eftir að liðið féll úr leik gegn Burnley í umspilinu um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Reading tapaði 2-0 fyrir Burnley á heimavelli og lá því samanlagt 3-0 í einvíginu. Coppell hafði gegnt starfinu í sex ár en hann kom Reading í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×