Enski boltinn

Óvíst hvort Ballack verði með í byrjun móts

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack meiddist á æfingu í Bandaríkjunum.
Michael Ballack meiddist á æfingu í Bandaríkjunum.

Óvíst er hvort þýski miðjumaðurinn Michael Ballack geti verið með Chelsea í byrjun tímabils. Chelsea er í æfingaferð í Bandaríkjunum en Ballack meiddist á æfingu þar og getur ekki tekið meira þátt í leikjum ferðarinnar.

Óttast er að Ballack, sem er 32 ára, sé tábrotinn en tímabilið hjá Chelsea hefst með leiknum við Manchester United um Samfélagsskjöldinn þann 9. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×