Enski boltinn

City komið í kapphlaupið um Elm

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rasmus Elm.
Rasmus Elm. Nordic photos/AFP

Sænski U-21 árs landsliðsmaðurinn Rasmus Elm hefur verið eftirsóttur undanfarið eftir að leikmaðurinn sló rækilega í gegn á Evrópukeppni U-21 árs landsliða sem fram fór í Svíþjóð fyrr í sumar.

Elm leikur með Kalmar FF og hefur félagið til þess neitað tveimur kauptilboðum frá Heerenveen og Fulham en Everton er einnig á höttunum eftir leikmanninum.

Stjórnarformaðurinn Jonny Pettersson hjá Kalmar FF hefur nú staðfest að Manchester City sé búið að óska eftir viðræðum út af miðjumanninum knáa.



„Það er rétt að forráðamenn City hafa talað við okkur út af Elm. Því fleir félög sem hafa áhuga á leikmanninum því betra fyrir okkur. Það sem er mikilvægt er að finna lausn sem hentar bæði Kalmar FF og Elm sjálfum," segir Petterson í viðtali við Sportbladet.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×