Fótbolti

Kjartan Henry frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry, lengst til vinstri, í leik með Falkirk í haust.
Kjartan Henry, lengst til vinstri, í leik með Falkirk í haust. Nordic Photos / Getty Images

Kjartan Henry Finnbogason á við hnémeiðsli að stríða og verður af þeim sökum frá keppni í þrjár vikur.

Kjartan Henry er í láni hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Falkirk frá Sandefjord í Noregi og hefur skorað eitt mark í sex leikjum til þessa á tímabilinu.

Hann hóf atvinnumannaferilinn hjá Celtic í Skotlandi en Falkirk og Celtic eigast einmitt við klukkan 12.45 í dag.

Falkirk hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu til þessa og er á botni deildarinnar með fjögur stig. Celtic er á toppnum með 23 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×