Fótbolti

Landsliðsferill Kiely í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dean Kiely, markvörður West Brom.
Dean Kiely, markvörður West Brom. Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að landsliðsferli hins írska Dean Kiely sé lokið eftir að hann ákvað að yfirgefa herbúðir landsliðsins fyrir vináttulandsleik Íra gegn Nígeríu í dag.

Kiely er markvörður og fór í fýlu þegar að Giovanni Trappatoni landsliðsþjálfari tilkynnti honum að hann myndi ekki spila í leiknum.

„Það hefði verið betra hefði hann kosið að vera áfram en hann vildi fara. Hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum."

Kiely er 38 ára gamall og hætti fyrst með landsliðinu árið 2003. Hann gaf þó aftur kost á sér þegar að Trappatoni var ráðinn landsliðsþjálfari.

Shay Given hefur náð sér af meiðslum og getur spilað og þá vill Trappatoni skoða Keiren Westwood, markvörð Coventry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×