Aron Einar: Spiluðum vel en það var ekki nóg Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. september 2009 21:41 Aron Einar Gunnarsson á eftir John Arne Riise í kvöld. Mynd/Daníel Aron Einar Gunnarsson lék skínandi vel á miðjunni í kvöld gegn Norðmönnum en hefur líklega sjaldan fengið eins mikið pláss til að athafna sig og í kvöld í landsleik. "Við hefðum getað klárað þennan leik með ég veit ekki hvað miklum mun, við fengum svo mikið af færum. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við fáum jafn mikið af færum. Við sem litla Ísland eigum að nýta þetta. Við spilum vel og höldum boltanum fullkomlega. Við dreifðum spilinu vel, opnuðum þá eins og við undirbjuggum, við vorum með þetta á tæru," sagði Aron Einar eftir leikinn gegn Norðmönnum. "Við vorum miklu betri aðilinn en náðum ekki að nýta okkur það og það fannst mér slakt en aftur á móti þá lítum við jákvætt á þetta. Við vorum að spila vel og það er ekki hægt að taka frá okkur þó við höfum klúðrað nokkrum færum." "Í fyrri hálfleik léku þeir 4-4-2 og í seinni hálfleik breyttu þeir í 4-3-3. Í fyrri hálfleik lékum við okkur á miðjunni. Við fengum mikinn tíma og pláss á boltann og gátum dreift spilinu. Við gátum það í seinni hálfleik líka en fengum ekki eins mikinn tíma. Það var taktíkin sem reyndist okkur vel í að halda boltanum. Við þökkum Óla og þeim fyrir það." "Rúrik var að spila vel, það er ánægjulegt að fá sprækan strák inn í liðið, ég segi strák þó hann sé ári eldri en ég þar sem ég hef spilað fleiri leiki. Hann stóð vel fyrir sínu, var að mínu mati besti maður leiksins." "Það vantar alltaf eitthvað uppá. Við verðum að laga það og nú þurfa Óli og Pétur að fara yfir leikinn og sjá hvað við þurfum að laga til að klára leikinn. Við spiluðum vel en það er ekki nóg." "Það er mikill munur á liðinu sem byrjaði undankeppnina og endaði hana. Ég veit ekki hvað gerist, ég er ekki þjálfari. Ég spilaði Championship Managaer einhvern tímann en ég veit ekki hvað gerðist en liðið er í mikilli framför," sagði Aron og og var greinilega skemmt. "Það er ung kynslóð að koma upp sem verða að fá að stíga sín fyrstu skref sem er jákvætt fyrir framtíð landsliðsins." "Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig í þessari keppni en við getum litið á það að það eru sentímetrar sem skilja á milli þess að fá 2 eða 6 stig gegn Norðmönnum. Svo eru það Skotaleikirnir, ég veit ekki hvað fór úrskeiðis þar. Við hefðum átt að fá fleiri stig út úr þessu. Svona er þetta, fótboltinn er svona," sagði Aron að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson lék skínandi vel á miðjunni í kvöld gegn Norðmönnum en hefur líklega sjaldan fengið eins mikið pláss til að athafna sig og í kvöld í landsleik. "Við hefðum getað klárað þennan leik með ég veit ekki hvað miklum mun, við fengum svo mikið af færum. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við fáum jafn mikið af færum. Við sem litla Ísland eigum að nýta þetta. Við spilum vel og höldum boltanum fullkomlega. Við dreifðum spilinu vel, opnuðum þá eins og við undirbjuggum, við vorum með þetta á tæru," sagði Aron Einar eftir leikinn gegn Norðmönnum. "Við vorum miklu betri aðilinn en náðum ekki að nýta okkur það og það fannst mér slakt en aftur á móti þá lítum við jákvætt á þetta. Við vorum að spila vel og það er ekki hægt að taka frá okkur þó við höfum klúðrað nokkrum færum." "Í fyrri hálfleik léku þeir 4-4-2 og í seinni hálfleik breyttu þeir í 4-3-3. Í fyrri hálfleik lékum við okkur á miðjunni. Við fengum mikinn tíma og pláss á boltann og gátum dreift spilinu. Við gátum það í seinni hálfleik líka en fengum ekki eins mikinn tíma. Það var taktíkin sem reyndist okkur vel í að halda boltanum. Við þökkum Óla og þeim fyrir það." "Rúrik var að spila vel, það er ánægjulegt að fá sprækan strák inn í liðið, ég segi strák þó hann sé ári eldri en ég þar sem ég hef spilað fleiri leiki. Hann stóð vel fyrir sínu, var að mínu mati besti maður leiksins." "Það vantar alltaf eitthvað uppá. Við verðum að laga það og nú þurfa Óli og Pétur að fara yfir leikinn og sjá hvað við þurfum að laga til að klára leikinn. Við spiluðum vel en það er ekki nóg." "Það er mikill munur á liðinu sem byrjaði undankeppnina og endaði hana. Ég veit ekki hvað gerist, ég er ekki þjálfari. Ég spilaði Championship Managaer einhvern tímann en ég veit ekki hvað gerðist en liðið er í mikilli framför," sagði Aron og og var greinilega skemmt. "Það er ung kynslóð að koma upp sem verða að fá að stíga sín fyrstu skref sem er jákvætt fyrir framtíð landsliðsins." "Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig í þessari keppni en við getum litið á það að það eru sentímetrar sem skilja á milli þess að fá 2 eða 6 stig gegn Norðmönnum. Svo eru það Skotaleikirnir, ég veit ekki hvað fór úrskeiðis þar. Við hefðum átt að fá fleiri stig út úr þessu. Svona er þetta, fótboltinn er svona," sagði Aron að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45