Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Arsenal sé að íhuga tilboð í framherjann unga, Bojan Krkic, sem leikur með Barcelona.
Talið er að hinn 19 ára Krkic sé til í að skipta um umhverfi en tækifæri hans hjá Barca hafa verið af skornum skammti í vetur.
Wenger er talinn vera á höttunum eftir nýjum framherja þar sem Van Persie sé meiddur.
Heimildir fjölmiðla herma að Wenger sé til í að greiða 8 milljónir punda fyrir strákinn.