Enski boltinn

Tony Pulis og James Beattie slógust eftir Arsenal-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis þakkar Arsene Wenger fyrir leikinn.
Tony Pulis þakkar Arsene Wenger fyrir leikinn. Mynd/AFP

Tony Pulis, stjóri Stoke og leikmaður liðsins, James Beattie, lentu í hörku rifildi eftir 0-2 tap Stoke fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það þurfti á endanum að skilja þá í sundur þegar þeir voru farnir að slást. Þetta kemur fram í frétt hjá Guardian.

Rifildið hófst þegar Tony Pulis heimtaði að allir leikmenn mættu á æfingu daginn eftir en Beattie stóð þá upp og mótmælti. Beattie vildi halda upphaflega planinu sem var að leikmenn aðalliðsins þurftu ekki að mæta fyrr en á þriðjudag svo að þeir gætu farið í jólaboð sem var haldið í London í gærkvöldi.

Svo heitt varð á milli þeirra að það voru nokkur högg látin falla. Heimildarmenn Guardian segja að þetta hafi ekki endað fyrr en nuddari liðsins dró Tony Pulis í burtu frá James Beattie.

James Beattie var búinn að eyða nokkrum vikum í að skipuleggja jólapartýið og tók þá mið af því að leikmenn fengju tvo heila daga til þess að jafna sig á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×