Fótbolti

Kristinn dæmir í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari.
Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari. Mynd/Vilhelm

Kristinn Jakobsson mun dæma vináttulandsleik Danmerkur og Chile á heimavelli Bröndby í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn.

Kristinn staðfesti þetta við Vísi í dag en honum til aðstoðar í leiknum verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari verður Daninn Kenn Hanssen.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn dæmir A-landsleik hjá þessum þjóðum en hann hefur þar að auki aldrei dæmt A-landsleik hjá þjóð frá Suður-Ameríku fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×