Enski boltinn

Johnson verður klár í slaginn gegn United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glen Johnson.
Glen Johnson.

Stuðningsmenn Liverpool fengu loksins jákvæðar fréttir í dag þegar ljóst varð að Glen Johnson spili með liðinu á sunnudag gegn Man. Utd.

Johnson missti af tapleiknum gegn Lyon vegna meiðsla og var ekki endilega búist við því að hann myndi ná sér fyrir helgina.

„Ég er miklu betri í dag og ætti að vera í lagi á sunnudaginn," sagði Johnson,

Sjálfur er Johnson bjartsýnn á að Fernando Torres nái leiknum mikilvæga en hann óttast að Steven Gerrard nái ekki að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×