Umfjöllun: Margrét Lára afgreiddi Serbana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2009 14:50 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar marki sínu í leiknum. Mynd/Daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fór mikinn þegar að Ísland vann góðan sigur á Serbíu, 5-0, í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í dag. Margrét Lára skoraði fjögur mörk í dag en fram að því hafði hún skorað eitt mörk í þeim sjö landsleikjum sem hafa farið fram á árinu. Fyrsta markið skoraði hún á 32. mínútu beint úr aukaspyrnu eftir að brotið var á Hólmfríði Magnúsdóttur. Þetta var eina mark leiksins í fyrri hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Serbarnir komust varla yfir miðju og náðu því ekkert að ógna íslenska markinu. Síðari hálfleikur var lengst af nokkuð rólegur ef frá er talið annað mark Margrétar Láru á 49. mínútu. Edda Garðarsdóttir tók aukaspyrnu af löngu færi, Katrín Jónsdóttir vann boltann inn í teig þar sem Margrét Lára var mætt, lék á markvörðinn og skoraði í autt markið. Eftir þetta var lítið að gerast. Íslendingar voru sem fyrr með algera yfirburði á vellinum en nýttu sér þá heldur lítið. Liðið hafði oft spilað miklu betur og greinilegt að liðið var vant því að spila við miklu sterkari andstæðing. En íslenska liðið lét aldrei undan þrýstingnum og þegar um 20 mínútur voru til leiksloka virtust gestirnir hreinlega brotna niður. Þær máttu þakka fyrir að fá ekki meira en þrjú mörk á sig á lokakaflanum. Þriðja markið kom eftir hornspyrnu Eddu. Dóra María Lárusdóttir var á nærstönginni og stýrði boltanum út í teig þar sem Margrét Lára skoraði með hnitmiðuðu skoti. Katrín Ómarsdóttir kom inn á sem varamaður og var nálægt því að skora fjórða mark leiksins. Hún skallaði hornsprynu Eddu að marki en varnarmaður Serba náði að bjarga á línu. En aðeins mínútu síðar kom fimmta markið. Edda gaf fyrir háan bolta úr aukaspyrnu. Markvörður Serba fór í skógarferð og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir átti ekki í vandræðum með að skora í autt markið. Margrét Lára skoraði svo fimmta mark Íslands og sitt fjórða með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ernu Bjarkar Sigurðardóttur frá hægri. Ísland náði því að sína sitt rétta andlit á síðustu 20 mínútum leiksins eftir fremur litlausar 70 mínútur í upphafi leiksins. Vissulega skoraði Ísland tvö mörk en hafa verður í huga að andstæðingurinn var mun lakari en þeir sem bíða í Finnlandi.Ísland – Serbía 5-0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (32.) 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (49.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (72.) 4-0 Katrín Jónsdóttir (80.) 5-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (84.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4154. Dómari: Tanja Schett. Skot (á mark): 25-1 (13-1) Varin skot: Þóra 1 - Vukovic 7. Horn: 12-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 4-0 Ísland (4-3-3): Þóra Helgadóttir Erna B. Sigurðardottir Katrín Jónsdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Dóra Stefánsdóttir (54. Katrín Ómarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir (69. Fanndís Friðriksdóttir) Edda Garðarsdóttir Dóra María Lárusdóttir (85. Rakel Hönnudóttir) Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fór mikinn þegar að Ísland vann góðan sigur á Serbíu, 5-0, í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í dag. Margrét Lára skoraði fjögur mörk í dag en fram að því hafði hún skorað eitt mörk í þeim sjö landsleikjum sem hafa farið fram á árinu. Fyrsta markið skoraði hún á 32. mínútu beint úr aukaspyrnu eftir að brotið var á Hólmfríði Magnúsdóttur. Þetta var eina mark leiksins í fyrri hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Serbarnir komust varla yfir miðju og náðu því ekkert að ógna íslenska markinu. Síðari hálfleikur var lengst af nokkuð rólegur ef frá er talið annað mark Margrétar Láru á 49. mínútu. Edda Garðarsdóttir tók aukaspyrnu af löngu færi, Katrín Jónsdóttir vann boltann inn í teig þar sem Margrét Lára var mætt, lék á markvörðinn og skoraði í autt markið. Eftir þetta var lítið að gerast. Íslendingar voru sem fyrr með algera yfirburði á vellinum en nýttu sér þá heldur lítið. Liðið hafði oft spilað miklu betur og greinilegt að liðið var vant því að spila við miklu sterkari andstæðing. En íslenska liðið lét aldrei undan þrýstingnum og þegar um 20 mínútur voru til leiksloka virtust gestirnir hreinlega brotna niður. Þær máttu þakka fyrir að fá ekki meira en þrjú mörk á sig á lokakaflanum. Þriðja markið kom eftir hornspyrnu Eddu. Dóra María Lárusdóttir var á nærstönginni og stýrði boltanum út í teig þar sem Margrét Lára skoraði með hnitmiðuðu skoti. Katrín Ómarsdóttir kom inn á sem varamaður og var nálægt því að skora fjórða mark leiksins. Hún skallaði hornsprynu Eddu að marki en varnarmaður Serba náði að bjarga á línu. En aðeins mínútu síðar kom fimmta markið. Edda gaf fyrir háan bolta úr aukaspyrnu. Markvörður Serba fór í skógarferð og fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir átti ekki í vandræðum með að skora í autt markið. Margrét Lára skoraði svo fimmta mark Íslands og sitt fjórða með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ernu Bjarkar Sigurðardóttur frá hægri. Ísland náði því að sína sitt rétta andlit á síðustu 20 mínútum leiksins eftir fremur litlausar 70 mínútur í upphafi leiksins. Vissulega skoraði Ísland tvö mörk en hafa verður í huga að andstæðingurinn var mun lakari en þeir sem bíða í Finnlandi.Ísland – Serbía 5-0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (32.) 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (49.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (72.) 4-0 Katrín Jónsdóttir (80.) 5-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (84.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4154. Dómari: Tanja Schett. Skot (á mark): 25-1 (13-1) Varin skot: Þóra 1 - Vukovic 7. Horn: 12-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 4-0 Ísland (4-3-3): Þóra Helgadóttir Erna B. Sigurðardottir Katrín Jónsdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Dóra Stefánsdóttir (54. Katrín Ómarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir (69. Fanndís Friðriksdóttir) Edda Garðarsdóttir Dóra María Lárusdóttir (85. Rakel Hönnudóttir) Margrét Lára Viðarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira